Categories
Nikotínvörur og rafrettur, nikótinpúðar Sölubönn

Sölubann á nikótínvörur hjá FVN ehf.

Ástæða sölubanns eru ófullnægjandi merkingar á vörum.

HMS hefur lagt bann á sölu og afhendingu á nikótínvörur frá Loop, Ace og Velo sem voru seldar og innfluttar af FVN ehf. Ástæða sölubanns eru ófullnægjandi merkingar á vörum. Á ytri umbúðir varanna vantaði ýmist viðvörunarmerkingar, skýrar nikótínmerkingar og lotunúmer framleiðanda. Sölubannið nær einnig til endursöluaðila sem keypt hafa vörur af FVN. Vörurnar höfðu verið fluttar inn og sérstaklega endurmerktar af eða fyrir FVN. Í eftirlitsferð var lagt tímabundið sölubann á 11 vörutegundir sem fluttar höfðu verið inn af FVN. Var fyrirtækinu gefin frestur til fjögurra vikna til að gera viðeigandi úrbætur á vörunum. Engar tillögur bárust innan þess tíma.

Nikótín er mjög öflugt taugaeitur og þarf aðeins örlítið magn til þess að efnið valdi fólki verulegum óþægindum. Því er mikilvægt að upplýsingar um nikótín séu skýrar á umbúðum nikótínvara og að merkingar sem tryggja rekjanleika séu á hreinu ef galli verður á framleiðslu og innkalla þarf vöru frá neytendum fljótt og örugglega. HMS vill taka fram að sölubannið nær ekki til vara sem fluttar eru inn af öðrum aðilum eða eru rétt merktar.