Categories
Stjórnvaldssekt

Stjórnvaldssekt vegna sölu til barna

Verslunin Svens fékk 200.000 króna stjórnvaldssekt.

HMS hefur lagt stjórnvaldssekt á Sven ehf. sem rekur verslunina Svens í Kringlunni þar sem verslunin seldi barni nikótínpúða.

Í kjölfar ábendingar um að barni hafi verið seldir nikótínpúðar í verslun Svens í Kringlunni rannsakaði HMS atvikið. Leiddi rannsókn í ljós að ábendingin átti við rök að styðjast. Á myndbandsupptöku sést greinilega að umræddu barni hafi verið seld nikótínpúðadós og afhent. Fram kemur á upptökunni að barnið sýnir starfsmanni verslunar síma sinn. Ekki er ljóst hvað kemur fram á símanum en starfsmaður verslunarinnar afhenti nikótínpúða eftir stutta skoðun á símanum. Var um fyrsta brot verslunar að ræða.

Hæfileg upphæð stjórnvaldssektar var því metin 200.000 kr.

HMS vill minna söluaðila að eingöngu rafræn ökuskírteini eru tekin gild sem rafræn skilríki. Hægt er að staðfesta gildi slíkra skilríkja með því að skanna strikamerki með Island.is appinu.