Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegt dýralæknaleikfangasett

Snúrur hlustunarpípunnar eru of langar. Þær geta flækst og myndað lykkju um háls barns sem leiðir til kyrkingar og/eða meiðsla.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu dýralæknaleikfangasetti „Vet belt“ frá Jabadabado AB sem selt var á vefsíðu Jabadado.se. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Leikfangið samanstendur af átta íhlutum. Þar á meðal belti, sprautu, hlustunarpípu, hitamæli, eyrnatæki, hatti og öðrum fylgihlutum. Leikfangið kemur í gráum kassa með mynd af leikfangasettinu. Leikfangið er CE-merkt.

Hver er hættan?

Snúrur hlustunarpípunnar eru of langar. Þær geta flækst og myndað lykkju um háls barns sem leiðir til kyrkingar og/eða meiðsla.

HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangasetts að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.

Vörunúmer: W7219

Strikamerki: 7332599072193