HMS vekur athygli eftirfarandi tilkynningu frá IKEA.
“IKEA ítrekar innköllun til viðgerðar á LETTAN
speglum þar sem veggfestingar geta brotnað.
IKEA ítrekar innköllun til viðgerðar á ákveðnum LETTAN speglum þar sem veggfestingunum er skipt út. IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga LETTAN spegla sem falla undir þessa innköllun að taka þá niður og fá sendar nýjar festingar þeim að kostnaðarlausu.
Við vöruþróun notast IKEA við strangt áhættumat og prófanir til að tryggja að vörur okkar standist öll gildandi lög og staðla á þeim mörkuðum þar sem þær eru seldar. Þrátt fyrir þessar öryggisprófanir höfum við fengið upplýsingar um að veggfestingarnar fyrir LETTAN speglana eigi það til að brotna og speglarnir geta því dottið niður öllum að óvörum.
Í janúar 2023 setti IKEA af stað innköllun á ákveðnum LETTAN speglum vegna veggfestinga sem geta brotnað. Eftir nánari athugun og úttekt hjá framleiðendunum hefur það komið í ljós að þessar gölluðu veggfestingar voru notaðar lengur en áður var talið. Þar sem öryggi er alltaf efst á forgangslista okkar hefur IKEA ákveðið að uppfæra og ítreka þessa innköllun til viðgerðar af öryggisástæðum.
LETTAN speglar sem nú falla undir innköllunina eru:
- Allir LETTAN speglar með framleiðsludagsetningu til og með 2105 (ÁÁVV)
- LETTAN speglar með framleiðandanúmerið 21944 og framleiðsludagsetningu til og með 2325 (ÁÁVV)
Aftan á LETTAN speglunum má finna miða með framleiðsludagsetningunni og framleiðandanúmerinu. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af þessum miða þar sem framleiðandanúmer (21944) og framleiðsludagsetning (2152=ÁÁVV) eru römmuð inn með rauðu.
Vinsamlega hafðu samband við þjónustuverið okkar í síma 520 2500 eða netfangið IKEA@IKEA.is og fáðu nýjar festingar með vörunúmerinu 139298/1 sendar til þín, þér að kostnaðarlausu.
IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.”