Categories
Innkallanir Leikföng

Hættuleg fingramálning

Málningin getur kallað fram ofnæmisviðbrögð og valdið krabbameini. Hún getur einnig valdið húðbólgu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri fingramálningu „Magic Do – Tiger Zhou“ sem seld var á vefsíðu Amazon. Grunur leikur á um að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er samansafn af um það bil tólf 30 ml flöskum með fingramálningu (2 bláar, 1 gulbrún, 1 svört, 2 rauðar, 3 gular, 1 græn, 1 hvít, 1 appelsínugul) seldar á vefsíðu Amazon undir númerunum B093KYQLDM, B06Y61WN7Q og B072MQ3HBX. Varan er ekki CE-merkt. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt.

Hver er hættan?

Appelsínugula málningin inniheldur formaldehýð (mælt gildi: allt að 958 mg/kg miðað við þyngd). Formaldehýð er húðnæmandi og getur kallað fram ofnæmisviðbrögð og valdið krabbameini. Svarta málningin inniheldur metýlísóþíasólínón (MI) (mæld gildi: allt að 0,6 mg/kg miðað við þyngd), sem er bannað í snyrtivörur. Snerting húð við húð sem innihalda MI getur valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum.

HMS beinir því til allra eigenda „Magic Do – Tiger Zhou“ að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.