Categories
Fræðsluefni Mælitæki

Forpakkningar e-merki

e-merkið á að tryggja neytendum ákveðið öryggi um að rétt magn af vörunni miðað við magnmerkingu á umbúðum, sé það sem við fáum.

Á mörgum erlendum vörum sem standa neytendum til boða hérlendis er lítið e-merki við hliðinni á magnmerki vörunnar. Þetta þýðir að vörunni er pakka þar sem gæðakerfi fylgist með að rétt magn sé til staðar í pakkningunni. Hlutlaus utanaðkomandi aðili samþykkir kerfið í upphafi og veitir heimild til að nota e-merki á vörunna og framkvæmir síðan árlega úttekt á framkvæmd kerfisins.

Þetta litla merki, e-merkið á að tryggja neytendum ákveðið öryggi um að rétt magn af vörunni miðað við magnmerkingu á umbúðum, sé það sem við fáum.

Hérlendis eru einungis 5 fyrirtæki sem hafa fengið heimild til að nota e-merki og þar með staðfesta að magn vöru þeirra er ávallt innan ákveðinna frávikamarka, en þau eru:

MS fyrir skyr, Icelandic Water Holdings fyrir vatn, Iðunn Seafoods ehf fyrir niðursoðna lifur, Dögun ehf fyrir rækjur og Ferskar kjötvörur fyrir hamborgara og nautahakk.