Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu vasaljósi „Lampe torche de projection pour enfants 80 sortes de motifs d´animaux projecteur coulissant“ eða „Early Childhood Education Flashlight“ sem selt var á vefnum, aðallega á vefsíðu AliExpress. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er vasaljós úr plasti. Umbúðirnar eru glær plastpoki. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Varan er heldur ekki CE-merkt.
Hver er hættan?
Skrúfan sem heldur rafhlöðuhólfinu lokuðu getur dottið og týnst. Ef skrúfan tapast þegar skipt er um rafhlöður þá er ein hreyfing nægjanleg til að opna hlífina á rafhlöðuhólfinu. Ungt barn gæti þar af leiðandi auðveldlega náð til rafhlaðna, hugsanlega gleypt þær og valdið skaða á meltingavegi. Einnig veldur þetta köfnunarhættu.
HMS beinir því til allra eigenda þessara vasaljósa að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.