Categories
Fræðsluefni

Flýttu þér hægt

Neytendur þurfa að vera meðvitaðir um hætturnar sem geta leynst þegar keyptar eru vörur í vefverslunum.

HMS tók þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem fólst í að athuga hversu óöruggar vörur væru í vefverslunum. Kom í ljós að óöruggar vörur, sem hafa verið bannaðar og jafnvel innkallaðar af markaði eru enn til sölu í vefverslunum. Auk þess voru til sölu vörur með ófullnægjandi vörumerkingar og öryggisviðvaranir. Þess má geta að ekki sást að bannaðar vörur væru til sölu á íslenskum sölusíðum.

Skoðaðar voru 4299 vörur í ákveðnum vöruflokkum eins og fatnaði, barnavörum, rafföngum og leikföngum. Leitað var m.a. í vefverslunum hvort að þar væri að finna hættulegar vörur sem höfðu verið innkallaðar. Af 1196 innkölluðum vörum sem leitað að reyndust 1044 (87%) vera til sölu á vefverslunum. Auk þess voru skoðaðar upplýsingar um 1410 vörur reyndust 438 (31%) með ófullnægjandi merkingar og viðvaranir. Þegar neytendur kaupa vörur á vefverslunum þá eiga þeir að geta séð allar nauðsynlegar upplýsingar um vöruna. HMS skoðaði um 125 vörur hjá 41 vefverslun og kom í ljós að þær voru allar með ófullnægjandi upplýsingar, aðeins sjö vörur (5,6%) voru með merkingar og viðvaranir í lagi.

Það er ljóst að neytendur þurfa að vera meðvitaðir um hætturnar sem geta leynst þegar keyptar eru vörur í vefverslunum og kynna sér vel hvort allar viðeigandi upplýsingar séu til staðar. Því er nauðsynlegt að flýta sér hægt.

Nokkur ráð þegar keypt er á vefverslunum

Þegar verslað er í vefverslunum þá ert það þú sem ert lykilmaðurinn. Þú hefur áhrif á öryggi þitt með eigin vali og aðgerðum.

Vertu alltaf með á hreinu af hverjum þú er að versla. Byrjaðu á því að athuga hver söluaðilinn er, sögu hans og umsagnir. Því meiri upplýsingar sem þú hefur um framleiðanda, innflytjanda eða seljanda því betra.

Við reiknum alltaf með því að vörurnar sem við séum að kaupa sé skaðlausar, annars værum við ekki að versla þær. En miðað við könnun OECD er betra að byrja á því að athuga það.

Vissir þú að hægt er að athugað hvort varan sem þú ætlar að kaupa hafi verið innkölluð á Íslandi eða á öðrum mörkuðum. Það er hægt að fara inn á GlobalRecalls vefgátt OECD til að athuga það og inn á tilkynningakerfi EES Safety Gate. Ef þú sérð hvort varan hafi verið stöðvuð, ekki kaupa hana.

Lestu upplýsingarnar um vöruna bæði viðvaranir og leiðbeiningar til þess að taka upplýsta ákvörðun um val á vörunni. Þá getur þú séð hvernig á að nota vöruna á öruggan hátt og hvort það séu einhverjar aldurstakmarkanir eða viðvaranir. Ef þú ert ekki viss um að varan henti fyrir fyrirhugaða notkun skaltu biðja seljandann um frekari upplýsingar, ef hann getur ekki fullvissað þig skaltu ekki kaupa vöruna.

Einkunnir og umsagnir neytenda á vörunni geta gefið ákveðna vísbendingu um hugsanleg öryggisvandamál sem aðrir neytendur upplifa, en hafðu í huga að umsagnir eru kannski ekki allar ósviknar

Ef varan sem þú ert að kaupa á að vera CE merkt þá á það að koma fram á vefsíðunni ásamt upplýsingum um takmarkanir. Það gætu verið aðstæður þar sem ekki á að nota vöruna eins og mörg barnaöryggishlið á ekki að nota í stiga. Og fyrir hvaða aldur barna er ætluð.