Categories
Fræðsluefni

Umsóknir opnaðar fyrir vöruöryggisverðlaun ESB 2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir umsóknir um vöruöryggisverðlaun ESB fyrir árið 2023.

Vöruöryggisverðlaunum ESB er ætlað að draga athyglina að nýstárlegum viðskiptaverkefnum og rannsóknum sem auka öryggi neytenda. Á þessu ári er lögð áhersla á viðskiptaverkefni sem skipta unglinga sérstaklega miklu máli. Í fyrsta sinn miðar þetta frumkvæði einnig að því að heiðra þá rannsakendur sem fást við að auka öryggi neytendavara.

Fyrirtæki og rannsakendur hafa 3 mánuði til að sækja um og hlotnast þannig viðurkenning fyrir störf sín.

Áhugasamir aðilar geta sótt um hér.

 

Hverjir geta sótt um?

Fyrirtæki sem:

  • Eru staðsett í einu af löndum Evrópska efnahagssvæðis (aðildarríkjum ESB auk Íslands, Liechtenstein og Noregs).
  • Hafa þróað vöru eða haft  frumkvæði sem miðar að því að auka öryggi unglinga, og gengur lengra en það sem kveðið er á um í lögum og stöðlum ESB. Þetta gæti t.d. falið í sér verkefni til vitundarvakningar þar sem áhersla er lögð á að bera kennsl á þær hættur sem gæti stafað af vörunum sem beinast að unglingum  eða átaksverkefni sem felst í að bæta öryggi vöru  eða verslunarleiða sem unglingar nota
  • Starfa í samræmi við þá alþjóðlega viðurkenndu staðla sem gilda um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR).

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki,  auk hinna stóru.

Rannsakendur sem:

  • Eru ríkisborgarar eins af þeim 30 löndum sem mynda  Evrópska efnahagssvæðið (27 aðildarríki ESB auk Íslands, Liechtenstein og Noregs) eða eru tengdir háskólastofnunum með aðsetur á Evrópska efnahagssvæðinu.  
  • Hafa unnið að rannsóknum sem hafa veruleg áhrif á að auka öryggi neytendavara og hafa verið birtar eða kynntar á fagráðstefnu á síðustu 4 árum.
  • Eru í tengslum við stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni.

Auk þess verður ungum rannsakendum sem eru að hefja starfsferil sinn veitt sérstök verðlaun og þeim sem eru að ljúka störfum sömuleiðis.

 

Hvað koma verðlaunahafarnir til með að bera úr bítum?

Þeir munu öðlast möguleika til þess að kynna  lausnir sínar  við  verðlaunaafhendinguna sem fram fer 4. desember 2023 í Brussel, í boði Didier Reynders, dómsmálastjóra Evrópusambandsins.

Verðlaunahafarnir munu njóta góðs af víðtækri kynningu á árangri sínum. Verðlaunin munu þjóna sem staðfesting á hinu góða orðspori þeirra á sviði vöruöryggis.

 

Hvernig á að sækja um?

Fyrirtæki og vísindamenn hafa frest til 8. september 2023 til að sækja um á netinu.

Allar nánari upplýsingar um verðlaunin og umsóknareyðublöð eru fáanleg á hinum 24 tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins.

Upplýsingafundur á netinu fyrir áhugasöm fyrirtæki og vísindamenn mun fara fram 21. júní.

Ef þig vantar nánari upplýsingar um vöruöryggisverðlaunin, vinsamlegast skoðaðu verðlaunavefinn eða hafðu samband við EU-PRODUCT-SAFETY-AWARD@ec.europa.eu