Categories
Fræðsluefni Leikföng

Leikföngin „Kissy Missy“ og „Huggy Wuggy“

HMS mælir með mikilli aðgát við meðhöndlun þessara leikfanga og ætti alls ekki að vera meðhöndlað af börnum undir 36 mánaða.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á leikföngunum „Kissy Missy“ og „Huggy Wuggy“. Leikföngin koma í mismunandi útgáfum og geta verið hættuleg ungum börnum. HMS hefur vitneskju um það að þetta leikfang sé í umferð á Íslandi og nýtur mikilla vinsælda meðal barna.

Um er að ræða eins konar bangsa með álímd augu og slaufu um hálsinn og táknar persónuna „Huggy Wuggy“ úr „Poppy Playtime“ tölvuleiknum. Þessi leikföng eru fáanleg í mismunandi litum og mismunandi stærðum (u.þ.b. 20, 40 eða 80 cm löng). Leikfangið getur einnig hangið í lyklahring.  

Prófanir sýndu fram á að þar sem augu leikfangsins eru límd á höfuðið væri auðvelt að losa þau frá leikfanginu. Barn sem væri undir 36 mánaða ættu auðvelt með að stinga augum í munn, augað hrokkið í kok, og barnið þar af leiðandi kafnað. Sama á við um lyklahringinn í þeim tilfellum þar sem hann er til staðar. Einnig sýndu prófanir fram á að útlimir geta losnað frá sem gera fyllingarefni aðgengileg. Barn getur sett það í munn og kafnað.

HMS mælir með mikilli aðgát við meðhöndlun þessara leikfanga og ætti alls ekki að vera meðhöndlað af börnum undir 36 mánaða.