Categories
Fræðsluefni

EU Product Compliance Network

EUPCN er m.a. ætlað að byggja grunn að samhæfingu og samvinnu milli markaðseftirlits stjórnvalda í löndum innan EES og þannig straumlínulaga markaðseftirlits aðgerðir innan svæðisins.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sinnir ákveðnu samhæfingarhlutverki í opinberri markaðsgæslu á grundvelli laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinberri markaðsgæslu. Breytingar verða á því hlutverki þegar ný gerð verður tekin upp í EES-samninginn.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1020 um markaðseftirliti með vörum, sem ekki eru matvæli, og falla undir samræmingarlöggjöf ESB, setur grundvöllinn fyrir EU Product Compliance Network (EUPCN) og mun hafa áhrif á hlutverk HMS.

EUPCN er m.a. ætlað að byggja grunn að samhæfingu og samvinnu milli markaðseftirlits stjórnvalda í löndum innan EES og þannig straumlínulaga markaðseftirlits aðgerðir innan svæðisins.

Hvert aðildarríki sambandsins er með svokallað SLO eða single liason office fyrir markaðseftirlit sem ber ábyrgð á ákveðnum verkefnum tengdum markaðseftirliti innanlands og innan EES. Á Íslandi mun þetta hlutverk falla í hendur HMS. SLO er m.a. ætlað að sjá til þess að miðla upplýsingum til eftirlitsstofnanna innanlands og reyna stilla saman strengi þeirra.

Á heimasíðu ESB má finna nánari upplýsingar um EUPCN