Categories
Fræðsluefni Leikföng

Nú er tími trampólína runninn upp

Trampólín eru vinsæl á íslenskum heimilum og ekki að ástæðulausu. Börn elska að losa umfram orku með því að hoppa í trampólíni og þau eru skemmtileg. En þau eru ekki áhættulaus.

Trampólín eru vinsæl á íslenskum heimilum og ekki að ástæðulausu. Börn elska að losa umfram orku með því að hoppa á trampólíni og þau eru skemmtileg. En þau eru ekki áhættulaus.

Mesta hættan á meiðslum á trampólíni er þegar mörg börn nota trampólínið í einu. Langflest  trampólínslysa verða þegar börn sem hoppa á sama tíma rekast hvert á annað. Í flestum slíkum tilfellum er þá líklegra að minnsta barnið slasist. Aðrar algengar orsakir meiðsla eru meðal annars fall af trampólíninu, fall á gorma eða grind trampólínsins eða þegar ýmis brögð eins og kollhnís og heljastökk og þau fara úrskeiðis. Annað sem þarf að hafa gætur á er að börn fari aldrei undir trampólínið. Þá þarf að hafa gætur á ef barn er undir dúknum þá er hætta á að barnið slasist t.d. vegna höggs þegar annað barn hoppar á dúknum eða vegna barnsins að höfuð festist á milli tveggja gorma. Því er mikilvægt að foreldri eða fullorðin aðili hafi umsjón með því að ekkert barn sé undir dúknum. Flest trampólínslys fela í sér tognun, höfuðáverka eða beinbrot.

Til að auka öryggi við þetta bráðskemmtilega leikfang hefur HMS tekið saman 10 ráð sem hjálpa til við að leikurinn endi vel.

10 öryggisráð til að nota trampólín

  1. Leyfið einungis einu barni í einu að nota trampólínið. Kennið þeim sem nota trampólínið að hoppa í miðju þess.
  2. Leyfið ekki kollhnísa, heljastökk og önnur brögð. Lending á hnakka eða höfði getur haft alvarlegar afleiðingar.
  3. Börn yngri en 6 ára aldri ættu ekki að nota stærri gerð trampólína. Staðsetjið ekki stiga við trampólínið þar sem slíkt eykur aðgengi yngri barna.
  4. Forðist að hoppa á trampólíninu þegar það er blautt.
  5. Eftirlit fullorðinna er mikilvægt þegar börn eru að hoppa á trampólíni.
  6. Sjá til þess að trampólínið sé útbúið réttum öryggisbúnaði eins og lokanlegu neti, gormavörn o.fl.
  7. Hafið gott pláss í kringum og fyrir ofan trampólínið. Aldrei staðsetja trampólín nálægt stétt, malbiki, upp við girðingu, tré eða húsvegg. Staðsetjið trampólínið á mjúku og sléttu undirlagi, helst á svæði þar sem undirlag er dempandi (aldrei á steyptu undirlagi, malbiki eða á stétt). Ef hætta er á að vindur geti hreyft við trampólíninu er nauðsynlegt að festa það niður.
  8. Lesið leiðbeiningar vandlega og setjið trampólínið saman í samræmi við þær. Hafðu samband við seljanda ef þú er í vafa um hvernig eigi að skilja leiðbeiningar um samsetningu og viðhald.
  9. Prófið trampólínið áður en notkun þess hefst. Tryggið að festingar, skrúfur og hlífðarpúði séu vel fest. Notið aldrei trampólín sem ekki er með púðum sem hylja gorma, festingar og ramman vel.
  10. Fylgist vel með ástandi trampólínsins, sinnið viðhaldi þess reglulega, herðið festingar, lagfærið hlífðardúk, kannið stífleika gorma og þess háttar.