Nú þegar sumarið er að nálgast og sól er að hækka á lofti er gott að hafa nokkur atriði í huga þegar kaupa skal hlaupahjól handa börnum.
Nú þegar sumarið er að nálgast og sól er að hækka á lofti er gott að hafa nokkur atriði í huga þegar kaupa skal hlaupahjól handa börnum.
Hlaupahjól ætluð börnum er skipt í tvo flokka:
- Þau sem eru ætluð börnum sem eru 20 kíló eða minna,
- Þau sem eru ætluð börnum sem eru 50 kíló eða minna.
Viðvaranir og leiðbeiningar
- Hlaupahjól sem ætluð eru börnum sem eru 20 kíló eða minna, skulu bera eftirfarandi viðvörun:
„Viðvörun. Nota skal hlífðarbúnað. Má ekki nota í umferð. Hámark 20 kg.“.
- Hlaupahjól ætluð börnum sem eru 50 kíló eða minna, skulu bera eftirfarandi viðvörum:
„Viðvörun. Nota skal hlífðarbúnað. Má ekki nota í umferð. Hámark 50 kg.“.
Notkunarleiðbeiningarnar skulu innihalda áminningu um að nota eigi hlaupahjólið með varúð þar sem kunnátta er nauðsynleg til að forðast föll eða árekstra sem barni eða þriðja aðila meiðslum. Notkunarleiðbeiningar skulu einnig vera, eftir því sem við á, innihalda upplýsingar eins og:
- Viðvörunin sem tilgreind er hér að ofan,
- Hvernig á að brjót saman hlaupahjólið á öruggan hátt
- Nauðsyn þess að allur læsingarbúnaður sé virkur
- Hættur af notkun hlaupahjólsins í umferð
- Tilmæli um að nota hlífðarbúnað eins og hjálm, hanska, hnéhlífar og olnbogahlífar.
Hlaupahjólið skal einnig vera CE-merkt.
Bremsur
Hlaupahjól sem eru ætluð börnum sem eru 20 kíló eða minna þurfa ekki bremsu kerfi.
Önnur hlaupahjól verður að hafa allavega eitt bremsukerfi sem virkar fyrir afturhjólið sem skal draga úr hraðanum á áhrifaríkan og á mjúklegan hátt án þess að stöðvast skyndilega.
Stærð hjóls
Þvermál framhjóls/hjóla á hlaupahjólum skal vera 120 mm eða meira.
Handföng
Handföng á hlaupahjólum skulu hafa enda sem eru 40 mm í þvermál eða meira.