Þekktasta form eftirlits með mælitækjum í notkun eru löggildingar. Í lögum nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn segir; Löggilding mælitækis: Aðgerð til að tryggja og staðfesta formlega að mælitæki fullnægi öllum kröfum laga og reglugerða. Löggilding fer fram með athugun, merkingu og/eða útgáfu vottorðs og er venjulega lokið með innsiglun á aðgengi stillinga.
Á Íslandi og í öðrum ríkjum á EES-svæðinu eru gerðar nánari kröfur um reglubundið eftirlit með mælitækjum til að tryggja öryggi og áreiðanleika í sölumælingum til neytenda og vegna lýðheilsu og umhverfismála. Vörur eru seldar neytendum eftir vigt og allur fiskafli er veginn á hafnarvogum til að tryggja áreiðanlegar upplýsingar um þyngd og fjárhagslegt uppgjör í samræmi við þær mælingar svo dæmi sé tekið. Samkvæmt 12. grein laganna ber eigandi mælitækis, ábyrgð á að mælitæki í notkun uppfylli reglur og skal hann óska löggildingar áður en gildistími er útrunninn.
Í 13. grein laganna er heimild til að setja reglur, svo sem um löggildingar, um eftirtalin mælitæki til ákveðinna nota: Vatnsmæla, gasmæla, raforkumæla fyrir raunorku, varmaorkumæla, mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn, vogir, gjaldmælar leigubifreiða, mæliáhöld fyrir lengd og rúmmál, víddamælitæki, greiningartæki fyrir útblástursloft, vogarlóð og mælitæki fyrir loftþrýsting í hjólbörðum. Notkunin sem reglurnar gilda fyrir kemur fram í viðkomandi reglugerðum.
Í 14. gr. laganna er ákvæði sem veitir eiganda mælitækis eða ábyrgðaraðila á mælingum heimild tli að leita eftir samþykki HMS fyrir því að gæðakerfi eða önnur tilhögun formlegs innra eftirlits verði tekin gild í stað löggildingar. Ítarleg skilyrði eru sett af hálfu HMS s.s. að eigendur noti gæðastjórnunarkerfi, leggi fram áætlun um úrtaksskoðanir og prófanir o.fl. Innra eftirlit skal tryggja að mælitæki undir innra eftirliti standist sömu kröfur um nákvæmni og mælitæki sem hljóta reglubundna löggildingu af hálfu utanaðkomandi þjónustuaðila. HMS hefur m.a. sett fram nánari kröfur og skilyrði í skoðunarhandbók fyrir dreifiveitur sem nota vatns-og raforkumæla. Fjórir aðilar hafa fengið leyfi samkvæmt framangreindum reglum þ.e. Orkubú Vestfjarða ohf, RARIK ohf, Norðurorka hf og Veitur ohf.
Reglugerðirnar um löggildingu og mælifræðilegt eftirlit með mælitækjum í notkun má finna hér.
Gerð mælitækis: Vog önnur en bíla-/hafnarvog
Fyrsta tímabil: 2
Gildistími löggildingar: 2
Gerð mælitækis: Bíla-/hafnarvog
Fyrsta tímabil: 1
Gildistími löggildingar: 1
Gerð mælitækis: Mælikerfi
Fyrsta tímabil: 2
Gildistími löggildingar: 2
Gerð mælitækis: Raforkumælir, vélrænn
Fyrsta tímabil: 16
Gildistími löggildingar: 4
Gerð mælitækis: Raforkumælir, rafrænn
Fyrsta tímabil: 8
Gildistími löggildingar: 8
Gerð mælitækis: Vatnsmælir, kalt vatn, vélrænn, neðra rennslissvið < 2,5 m³ / klst
Fyrsta tímabil: 9
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Vatnsmælir, kalt vatn, vélrænn, efra rennslissvið > 2,5 m³ / klst
Fyrsta tímabil: 7
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Vatnsmælir, heitt vatn, vélrænn
Fyrsta tímabil: 5
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Vatnsmælir, rafrænn
Fyrsta tímabil: 12
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Varmaorkumælir, vélrænn, jarðhitavatn
Fyrsta tímabil: 5
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Varmaorkumælir, vélrænn, hreint vatn
Fyrsta tímabil: 8
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Varmaorkumælir, rafrænn
Fyrsta tímabil: 12
Gildistími löggildingar: 5
Gerð mælitækis: Vínskammtari
Fyrsta tímabil: 0
Gildistími löggildingar: 3
Gerð mælitækis: Veltivínmál
Fyrsta tímabil: 0
Gildistími löggildingar: Ótakmarkað
Innra eftirlit
Heimilt er að nota innra eftirlit í stað löggildinga fyrir raforkumæla o.fl. mælitæki að fengnu samþykki HMS. Innra eftirlit skal tryggja að mælitæki undir innra eftirliti standist sömu kröfur um nákvæmni og mælitæki sem hljóta reglubundna löggildingu.Nánari upplýsingar fást hjá mælifræðisviði HMS.
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00